Fara í efni

Stjórn veitustofnana

18. september 2012
102. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 18. september 2012 kl. 17:00 að Austurströnd 2

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir og Jens Andrésson.

Áheyrnarfulltrúi:. Magnús Dalberg fjarverandi.

Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson.

Dagskrá:

  1. Uppgjör frá-, vatns- og hitaveitu fyrstu 8 mánuði.
    SES fór yfir 8 mánaða uppgjöri m.v. áætlun 2012. Frestað til næsta fundar.
  2. Framkvæmdir hjá frá-, vatns- og hitaveitu fyrstu 8 mánuði.
    SES fór yfir raunkostnað framkvæmda m.v. áætlun 2012. Frestað til næsta fundar.
  3. Lögð drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2013.
    SES lagði fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2013. Frestað til næsta fundar.
  4. Önnur mál.
    a.  Bréf frá sóknarnefnd Seltjarnarness, málsnúmer 2012090065.
    Samþykkt að verða við beiðni sóknarnefndar fyrir árið 2013 og fella niður eldri skuld, formanni falið að ræða sóknarnefnd og upplýsa um umræður á fundinum.

    b.  Beiðni frá Alheiminum ehf. Málsnúmer 2012090078.
    Samþykkt að fella niður skuld vegna áranna 2010-2012.

    c.  Íþróttamannvirki Seltjarnarness málsnúmer 2012090079.
    Samþykkt 50% afsláttur af gjaldskrá bæjarins.

Fleira ekki tekið fyrir, næsti fundur ákveðin 1.10.2012 kl. 17:00.

Fundi slitið kl. 17:34 Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Stefán Eiríkur Stefánsson, Gunnar Lúðvíksson og Jens Andrésson (sign.).
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?