97. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 15. september 2011 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Magnús Dalberg.
Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson.
Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri.
Dagskrá:
- Nýr Hitaveitubæklingur kynntur.
Formaður kynnti nýjan bækling sem dreifa á til allra íbúa bæjarins með faglegum upplýsingum um hitaveitu bæjarins. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þennan bækling. - Farið yfir framkvæmdir sumarsins.
SES fór yfir helstu verkefni sumarsins. Mikið hefur verið um leka viðgerðir. - Farið yfir framkvæmdir haustsins.
SES nefndi m.a. framkvæmdir við Lindarbraut/Suðurströnd framhald af aðgerðum sem hófust 2006. Farið verður í fráveituframkvæmdir á Suðurströnd. Brunnurinn á Suðurströnd verður tekinn upp og skipt um dælu. Ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir við dælustöð við Elliða og lagnir upp að Lækningaminjasafni. - Samstarf við Háskólann á Akureyri.
Sett var litarefni niður í borholur samkvæmt eftirliti Hrefnu Kristmannsdóttur. BS nemandi frá HA mun vinna tölfræðilega skýrslu fyrir okkur vegna m.a. þessara rannsóknar. Ákveðið að fá Hrefnu á fund nefndarinnar þegar niðurstöður liggja fyrir. - Styrkur til tölvukaupa við Grunnskóla Seltjarnarness.
Samþykkt kr. 1.000.000.- af fulltrúm meirihlutans, MD sat hjá.
Bókun frá MD :
Undirritaður fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn VS lýsir fullum skilningi á þörf Grunnskóla Seltjarnarness fyrir endurnýjun á tölvuveri enda er það komið efst á forgangslista um endurnýjun á tækjum skólans. Hins vegar er ekki eðlilegt að þjónustufyrirtæki í eigu sveitarfélags, sem selur íbúum heitt vatn, fjármagni slíkt með hitaveitureikningum, enda óheimilt samkvæmt 9. Gr. III kafla um B-hluta fyrirtæki sveitarfélaga. (Auglýsing nr. 790/2001) um reikningsskil sveitarfélaga). Brot eins og þessi fjárveiting er getur seinna komið fjárhagslega illa niður á Hitaveitu Seltjarnarness. Seltjarnarnesbær hefur skýran skattstofn til reksturs grunnskólans en það er útsvar bæjarbúa. Kostnað vegna endurnýjunar á tölvuveri Grunnskóla Seltjarnarness á að greiða af þeim skattstofni.
Magnús Dalberg, fulltrúi Samfylkingarinnar (sign). - Fjárhagsáætlun ársins 2011.
SES og bæjarstjóri fóru yfir rauntölur í september. - Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2012.
Bæjarstjóri upplýsti undirbúningur er í fullum gangi farið verður yfir drög á næsta fundi í október. - Önnur mál.
FF spurði um Kiosk við Hákarlaskúr.
Fundi slitið kl. 9:15
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign), Jens Andrésson og Magnús Dalberg (sign.).