Fara í efni

Stjórn veitustofnana

11. nóvember 2010

93. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 08:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Jens Andrésson.

Áheyrnarfulltrúi:

Ekki mættir: Magnús Dalberg og Stefán Eiríkur Stefánsson.

Aðrir sem sátu fundinn Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri. ÁH ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Farið var yfir fjárhagsáætlun ársins 2011 og hún samþykkt.

  2. Gjaldskrármál.
    Lögð fram tillaga til hækkunar á gjaldskrá hitaveitunnar alls 2 kr./rúmmetra. Tillagan samþykkt samhljóða.

  3. Önnur mál.
    Ákveðið að skoða aðstöðu hitaveitu og borholur á næsta fundi stjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 8:55.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign) og Jens Andrésson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?