Fara í efni

Stjórn veitustofnana

27. ágúst 2010

91. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn föstudaginn 27. ágúst 2010 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Magnús Rúnar Dalberg.
Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson, boðaði forföll.
Frá Umhverfis- og tæknisviði var mættur Stefán Eiríkur Stefánsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Ásgerður Halldórsdóttir formaður bauð fundarmenn velkomna og kynnti nefndarmenn.

  1. Lögð fram drög að nýrri samþykkt Veitustjórnar.
    Samþykkt.
  2. Farið yfir verkefni sumarsins
    Stefán kynnti framkvæmdir liðinna mánaða og fyrirhugaðar framkvæmdir m.a.:
    • Framkvæmdum á Lindarbraut og Hæðarbraut í sumar.
    • Framkvæmdum á Bygggörðum 3.
    • Álestur á hitamæla fór fram í sumar af sumarfólki.
    • Færa þurfti nokkrar heimæðar.
    • Niðurföll voru hreinsuð af sumarfólki.
  3. 3. Önnur mál
    • SES upplýsti nýja nefndarmenn um mikilvægi þess að þeir starfsmenn sem vinna við Vatnsveituna, hafi ávallt í huga að þeir séu að vinna við matvælaframleiðslu.
    • Verið væri að byggja við Tjarnarmýri 2, leggja þyrfti heimæðar.
    • Breytingar á Kirkjubraut 5, stækkun á íbúðarhúsnæði, leggja nýjar lagnir.
    • Breytingar á Lindarbraut 2a, stækkun á íbúðarhúsnæði, leggja nýjar lagnir.

Fleira ekki tekið fyrir.


Fundi slitið kl. 08:57.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign) og Magnús Rúnar Dalberg (sign.).

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?