89. fundur hjá veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 30. mars 2010 kl. 16:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Jens Andrésson, Guðmundur Helgason, Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Stefán Eiríkur Stefánsson.
Efni fundar
- Dælubrunnur við Steinavör.
- SES kynnti erindi HÞH. SES var falið að skoða málið frekar.
- Fráveita - kynning á rennslisskýrslu Verkís ehf
- SES kynnti skýrslu Verkis ehf mælingu á fráveiturennsli í brunnum við Tjarnarstíg sem og á Norðurströnd.
- Bygggarðar – kynning á stöðu v/ flutnings á stýringum fyrir borholur
- Staða mála kynnt fyrir stjórn. Fyrirhugaður er samræmingarfundur með veituaðilum viku 14. SES falið að fylgja málinu eftir.
- Bygggarðar – kynning á stöðu v/endurnýjunar á dæluhúsi yfir borholu 4
- Staða mála kynnt fyrir stjórn. Kostnaður og gerð byggingar var kynnt. Fyrirhuguð bygging á borholuhúsi er í grenndarkynningu. SES falið að fylgja málinu eftir.
- Lindarbraut – kynning á stöðu v/ endurnýjunar á tíðnibreytum mm.
- Staða mála var kynnt fyrir stjórn varðandi fyrirhugaða endurnýjun í dælustöð við Lindarbraut, sem áætluð er um mánaðarmótin apríl /maí. Slökkva þarf á hitaveitunni í um 6 klst meðan á framkvæmdum stendur. Ennfremur verður unnið að endurbótum á stofnlögnum á nokkrum stöðum innan bæjarins. SES falið að fylgja málinu eftir.
- Sefgarðar – Kynning á fyrirhuguðum flutning á núverandi veitulögnum vegna aðkomuvegar að Lækningaminjasafni
- Staða mála kynnt fyrir stjórn. SES falið að fylgja málinu eftir.
- Lækningaminjasafn – Veitulagnir í nýja götu (Fráveita, vatnsveita, hitaveita og ljósastaurastrengir)
- Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagnagerð að Lækningaminjasafni voru kynntar og SES falið að fylgja málinu eftir.
- Önnur mál
Fundi slitið kl. 17:00,
Næsti fundur verður tilkynntur síðar.