87. fundur hjá veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 20. nóvember 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir:
Jens Andrésson, Guðmundur Helgason (stýrði fundi í fjarveru Ásgerðar), Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir, Ásgerður Halldórsdóttir (fjarverandi á fundi SHS), Ólafur Melsteð (vék af fundi kl. 8:05) og Stefán Eiríkur Stefánsson.
Efni fundar
- Staða mála vegna færslu á stjórnbúnaði og nýjum stýribúnaði úr Bygggörðum 3.
SES kynnti stöðu mála gagnvart Þyrpingu ehf og OR - Tryggingar veitna
Seltjarnarnesbær áætlar að bjóða út tryggingar fyrir bæinn í byrjun næsta árs. SES nefndi í því sambandi að endurskoða þarf tryggingamál veitustofnana. - Fjárhagsáætlun - Staða
Umræða var um drög að fjárhags/viðhaldsáætlun fyrir veiturnar næstu árin. Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi. - Tillaga að gjaldskrárhækkun
SES lagði fram tillögur að gjaldskrárhækkun fyrir veiturnar vegna fyrirséðra framkvæmda á næstu árum. Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi. - Önnur mál