86. fundur hjá veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 26. október 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir:
Jens Andrésson, Guðmundur Helgason, Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Ólafur Melsteð og Stefán Eiríkur Stefánsson.
Efni fundar
- Staða mála vegna færslu hitaveitunnar úr Bygggörðum 3.
Formaður veitustjórnar (ÁH) kynnti stöðu mála gagnvart Þyrpingu ehf. Ræddar voru hugmyndir varðandi færslu hitaveitunnar. - Framtíðarsýn veitustofnanna- fyrstu drög
Lögð voru fram drög að stefnumörkun veitustofnana. Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi. - Staða mála á rennslismælingum vegna byggingar dælubrunns við Tjarnarstíg
Upplýst var að málið sé enn í vinnslu. - SES lagði fram viðhaldsþörf- áætlað kostnaðarmat fyrir næstu árin.
SES lagði fram drög að viðhaldsáætlun fyrir veiturnar næstu árin. SES falið að vinna þetta áfram með fjármálastjóra bæjarins fyrir næsta fund.. - Staða mælalestra, innkaup á nýjum mælum
SES benti á að mælar í sveitarfélaginu eru komnir á tíma (8 ára á næsta ári). Samþykkt var að fela SES að panta mæla (300-600 stk.) og vinna áfram með málið. SES mun kanna tilboð í mælaskipti eða hvort hægt er að nýta mannskap hjá þjónustumiðstöð í uppsetningu á mælum. - Næsti fundur
Næsti fundur er fyrirhugaður 17. nóvember kl. 8:00 nema aðrar óskir þar um komi fram á næstu dögum.
Fundi slitið kl. 9:10