Fara í efni

Stjórn veitustofnana

19. ágúst 2009

84. fundur stjórn veitustofnana Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir:
Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, D-lista,
 Jens Andrésson, nefndarmaður, N-lista,
Guðmundur Helgason, nefndarmaður, D-lista,
Guðmundur Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Sjöfn Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Stefán Eiríkur Stefánsson, forstöðumaður,
Ólafur Melsteð framkvæmdastjóri.
Fundinn sat einnig Birgir Finnbogason, fjármálastjóri.

Dagskrá:

  1. Lögð fram tillaga að byggingu afldreifistöðvar hitaveitunnar við Bygggarða
    Staða málsins kynnt fyrir stjórn, farið var yfir áætlaðan kostnað við flutning. 
    Umræða var um þörf á aðstöðu fyrir lager, SES skoði kosti vöruhótels eða að heildsali ábyrgist lager.  SES falið að gera þarfagreiningu á lagerþörf veitustofnanna fyrir næsta fund. SES falið að kynna sér uppbyggingu veitustofnanna á Selfossi og spyrjast fyrir hvernig þeir hafa byggt upp afldreifistöðvar hjá sér.
  2. Kynning á fyrirhuguðum fráveituframkvæmdum
    Vegna fyrirhugaðrar byggingar á dælubrunni við Tjarnarstíg var ákveðið að rennslismæla í haust fráveiturennsli í brunnum við Tjarnarstíg sem og á Norðurströnd. Tilgangur þessa er að kanna möguleikann á að framlengja þrýstilögn í Suðurströnd í brunn við Norðurströnd. SES falið að halda áfram með verkið og kynna á næsta fundi.
  3. Kynning á viðbragðsáætlun vegna farsótta
    Stjórn veitustofnana var kynnt viðbragðsáætlun vegna farsótta sem SES og ÓS hafa unnið fyrir bæinn.
  4. Formanni falið að láta gera tímaáætlun yfir þau verkefni sem veitustofnanir bæjarins þurfa að framkvæma á næstu 5 árum og leggja kostnaðarmat á þær framkvæmdir. Samþykkt að SES leggja fram drög fyrir næsta fund.
  5. Önnur mál
    a. Lagt var fram minnisblað um verkefni sem veitan þarf að íhuga á næstu árum.
    SES falið að áætla kostnað vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
    b. Gjaldskrá veitustofnana var til umræðu
    SES falið að áætla þörf veitustofnanna til hækkunar á gjaldskrá að teknu tilliti til núverandi stöðu og fyrirhugaðra framkvæmda.
    c. Landupplýsingakerfi Seltjarnarness (LUKS) var til umræðu
    Gera þarf átak í að byggja upp LUKS landupplýsingakerfið.
    SES var falið að óska eftir tilboði varðandi innmælingar á lögnum ofl. Reikna má með að verkefnið taki 3-4 ár. Kallað hefur verið eftir þjónustu hjá Fjölsviður ehf vegna innmælingar á lögnum veitna nú í sumar.
    d. Endurnýjun á mælum
    SES lagði fram tillögur að útfærslu við endurnýjun á mælum ásamt kostnaðarmati á mögulegum leiðum varðandi mælaskipti hitaveitunnar.
    SES mun kanna í þessu sambandi hversu mikla áraun jarðhitakerfið þolir þ.a. ekki sé gengið á auðlindina.
    e. Verkefni hitaveitu á Suðurströnd
    SES benti á mikilvægi þess að halda áfram framkvæmdum hitaveitunnar á Suðurströnd þ.e. tengingu hitaveitu við mýrarnar svo viðunandi þrýstingur verði á kerfinu. Einnig þarf að ljúka tengingu að dælustöð í Lindarbraut. SES falið að skoða málið áfram. 
    f. Bilun í Lindarbraut
    SES upplýsti stjórn að kaupa þyrfti nýja hraðastýringu fyrir dælur á Lindarbraut 13, endurnýja þarf stýringuna fyrir veturinn.
    g. Ferlar
    Formaður upplýsti að verið væri að skrá niður alla verkferla starfsmanna veitustofnanna, í samráði við Hrönn Ingólfsdóttur gæðastjóra hjá Hráðgjöf.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 9:10

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?