84. fundur stjórn veitustofnana Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.
Mættir:
Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, D-lista,
Jens Andrésson, nefndarmaður, N-lista,
Guðmundur Helgason, nefndarmaður, D-lista,
Guðmundur Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Sjöfn Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Stefán Eiríkur Stefánsson, forstöðumaður,
Ólafur Melsteð framkvæmdastjóri.
Fundinn sat einnig Birgir Finnbogason, fjármálastjóri.
Dagskrá:
- Lögð fram tillaga að byggingu afldreifistöðvar hitaveitunnar við Bygggarða
Staða málsins kynnt fyrir stjórn, farið var yfir áætlaðan kostnað við flutning.
Umræða var um þörf á aðstöðu fyrir lager, SES skoði kosti vöruhótels eða að heildsali ábyrgist lager. SES falið að gera þarfagreiningu á lagerþörf veitustofnanna fyrir næsta fund. SES falið að kynna sér uppbyggingu veitustofnanna á Selfossi og spyrjast fyrir hvernig þeir hafa byggt upp afldreifistöðvar hjá sér. - Kynning á fyrirhuguðum fráveituframkvæmdum
Vegna fyrirhugaðrar byggingar á dælubrunni við Tjarnarstíg var ákveðið að rennslismæla í haust fráveiturennsli í brunnum við Tjarnarstíg sem og á Norðurströnd. Tilgangur þessa er að kanna möguleikann á að framlengja þrýstilögn í Suðurströnd í brunn við Norðurströnd. SES falið að halda áfram með verkið og kynna á næsta fundi. - Kynning á viðbragðsáætlun vegna farsótta
Stjórn veitustofnana var kynnt viðbragðsáætlun vegna farsótta sem SES og ÓS hafa unnið fyrir bæinn. - Formanni falið að láta gera tímaáætlun yfir þau verkefni sem veitustofnanir bæjarins þurfa að framkvæma á næstu 5 árum og leggja kostnaðarmat á þær framkvæmdir. Samþykkt að SES leggja fram drög fyrir næsta fund.
- Önnur mál
a. Lagt var fram minnisblað um verkefni sem veitan þarf að íhuga á næstu árum.
SES falið að áætla kostnað vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
b. Gjaldskrá veitustofnana var til umræðu
SES falið að áætla þörf veitustofnanna til hækkunar á gjaldskrá að teknu tilliti til núverandi stöðu og fyrirhugaðra framkvæmda.
c. Landupplýsingakerfi Seltjarnarness (LUKS) var til umræðu
Gera þarf átak í að byggja upp LUKS landupplýsingakerfið.
SES var falið að óska eftir tilboði varðandi innmælingar á lögnum ofl. Reikna má með að verkefnið taki 3-4 ár. Kallað hefur verið eftir þjónustu hjá Fjölsviður ehf vegna innmælingar á lögnum veitna nú í sumar.
d. Endurnýjun á mælum
SES lagði fram tillögur að útfærslu við endurnýjun á mælum ásamt kostnaðarmati á mögulegum leiðum varðandi mælaskipti hitaveitunnar.
SES mun kanna í þessu sambandi hversu mikla áraun jarðhitakerfið þolir þ.a. ekki sé gengið á auðlindina.
e. Verkefni hitaveitu á Suðurströnd
SES benti á mikilvægi þess að halda áfram framkvæmdum hitaveitunnar á Suðurströnd þ.e. tengingu hitaveitu við mýrarnar svo viðunandi þrýstingur verði á kerfinu. Einnig þarf að ljúka tengingu að dælustöð í Lindarbraut. SES falið að skoða málið áfram.
f. Bilun í Lindarbraut
SES upplýsti stjórn að kaupa þyrfti nýja hraðastýringu fyrir dælur á Lindarbraut 13, endurnýja þarf stýringuna fyrir veturinn.
g. Ferlar
Formaður upplýsti að verið væri að skrá niður alla verkferla starfsmanna veitustofnanna, í samráði við Hrönn Ingólfsdóttur gæðastjóra hjá Hráðgjöf.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 9:10