79. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 28.08.08 kl. 08.15 á bæjarskrifstofum.
Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson, Guðmundur Magnússon og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
- Resktrarstaða HS.. Farið yfir rekstur HS til loka ágsústmánaðar. Fram kom að rekstur veitunnar er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
- Stefnumótun í málefnum veitustofnana. Samþykkt að fela lögmönnum bæjarins að gera drög að nýjum samþykktum félagsins þar sem m.a. er tekið mið af samrekstri hinna þriggja veitna og breytingum í lagaunhverfi þeirra. Einnig samþykkt að efna hið fyrsta til hugarflugsfundar um málefni veitustofnana.
- Önnur mál
a. Spurst var fyrir um stöðu deiliskipulags v. byggingar dælustöðvar við Tjarnarstíg. Formaður gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar.
b. Óskað var eftir samantekt á helstu þáttum í rekstri HS, VS. og FS meðal annars með tilliti til tekna, gjalda, framkvæmda og aðkeyptrar þjónustu. Formaður mun annars samantektina.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 09.00.
Jónmundur Guðmarsson
(sign.)