76. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 06.06.08 kl. 08.00 á bæjarskrifstofum.
Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson, Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
- Starf veitustjóra. Jón H. Björnsson hefur farið fram á að færast úr starfi veitustjóra í annað starf á vegum HS. Samkvæmt starfsmannastefnu bæjarins eiga stjórnendur sem náð hafa 65 ára aldri rétt á tilfærslu í starfi án breytinga á kjörum. Stjórn samþykkti samhljóða að verða við þeirri ósk og auglýst verði eftir nýjum veitustjóra sem bera mun ábyrgð á sameiginlum rekstri allra veitna Seltjarnarnesbæjar (HS, VS, FS). JHB verði ráðinn sem ráðgjafi stjórnar fram að starfslokum í apríl 2009. Formanni falið að láta auglýsa starfið hið fyrsta með fulltingi Capacent ráðgjafar.
- Bréf VBS dags. 03.10.2007 með ósk um fund vegna HS. Samþykkt samhljóða að senda fulltrúa stjórnar til fundar til að gera grein fyrir rekstri og umræðum um framtíðarsýn stjórnar HS.
- Rekstrarstaða HS. Veitustjóri gerði grein fyrir rekstri HS en hann er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
- Bréf Lögmanna dags. 30.05.2008 með ósk um bætur vegna skemmda á heimaæð við Sefgarða 10. Samþykkt samhljóða að fela lögmönnum veitustjórnar að fara yfir málið.
- Önnur mál
-
- Samþykkt að hefja vinnu við gerð áhættumats og aðgerðaráætlun veitna vegna hamfarahættu.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 09.00.
Jónmundur Guðmarsson
(sign.)