Fara í efni

Stjórn veitustofnana

74. fundur 22. febrúar 2008

74. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn föstudaginn 22.02.08 kl. 09.00 á bæjarskrifstofum.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson , Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson  Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskila um vinnslueftirlit HS.

  2. Rætt um styrkveitingar til Seltjarnarneskirkju vegna heitavatnsnotkunar. Hitaveitustjóra falið að afla gagna um heitavatnsnotkun síðustu ára.

  3. Hitaveitustjóri greindi frá ósk sinni um starfslok fyrir aldurs sakir.  Formanni falið að gera tillögur um málið.

  4. Rætt um raforkuframleiðslu með Kalinintækni.

  5. Stefnumótun.  Stjórn stefnir á vinnufund um framtíðarstefnumótun veitustofnana marsmánuði.

  6. Fráveitumál.  Veitustjórn óskar eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar að deiliskipulagsvinnu vegna byggingar dælustöðvar við Tjarnarnstíg verði hraðað. 


Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 10.00.


Jónmundur Guðmarsson
(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?