74. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn föstudaginn 22.02.08 kl. 09.00 á bæjarskrifstofum.
Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson , Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
- Lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskila um vinnslueftirlit HS.
- Rætt um styrkveitingar til Seltjarnarneskirkju vegna heitavatnsnotkunar. Hitaveitustjóra falið að afla gagna um heitavatnsnotkun síðustu ára.
- Hitaveitustjóri greindi frá ósk sinni um starfslok fyrir aldurs sakir. Formanni falið að gera tillögur um málið.
- Rætt um raforkuframleiðslu með Kalinintækni.
- Stefnumótun. Stjórn stefnir á vinnufund um framtíðarstefnumótun veitustofnana marsmánuði.
- Fráveitumál. Veitustjórn óskar eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar að deiliskipulagsvinnu vegna byggingar dælustöðvar við Tjarnarnstíg verði hraðað.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 10.00.
Jónmundur Guðmarsson
(sign.)