65. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn föstudaginn 20.10.06 kl. 13.30 í fundarsal bæjarstjórnar.
Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson , Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Formaður bauð nýja stjórn veitustofnana velkomna til starfa. Formaður og hitaveitustjóri gerðu grein fyrir helstu verkefnum stjórnarinnar í tengslum við rekstur Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness og Fráveitu Seltjarnarness.
2. Hitaveitustjóri gerði grein fyrir rekstrarafkomu HS. fyrstu átta mánuði ársins. Ljóst er að helstu kostnaðarliðir eru í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins en líkur benda til að tekjur veitunnar verði nokkuð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi árs.
3. Lögð voru fram ýmis gögn um rekstur, verðmat og lagaumhverfi veitustofnana nýrri stjórn til upplýsinga.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 14.30.
Jónmundur Guðmarsson
(sign)