Fara í efni

Stjórn veitustofnana

61. fundur 04. október 2005

61. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn þriðjudaginn 04.10.05 kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Jens Andrésson , Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Rekstrarstaða HS eftir fyrstu 9 mánuði árisns 2005: Lagt var fram yfirlit yfir rekstur Hitaveitu Seltjarnarness til og með 30.09.05. Rekstur veitunnar hefur verið í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun ársins og ekki mikilla breytinga að vænta til loka árs.

2. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2005:  Formaður kynnti drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun HS.  Stjórn samþykkir að gera ráð fyrir um 5 mkr. viðbótarkostnaði vegna þátttöku í ljósleiðaravæðingu bæjarins en telur eðlilegt að umræddum kostnaði verði skipt hlutfallslega á milli veitnanna þrigga við uppgjör reikninga í árslok.

3.  Fjárhagsáætlun 2006:  Rætt var um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir veitustofnanir.   Stjórnin samþykkir að miða skuli við óbreytta gjaldskrá HS, kjarasamningsbundnar breytingar við áætlun launakostnaðar og 3% hækkun annarra rekstrarliða til að mæta væntanlegum verðlagsbreytingum.  Formanni og hitaveitustjóra falið að vinna fjárhagsáætlun 2006 á þessum forsendum en stjórn áskilur sér rétt til breytinga á gjaldskrá HS í ljósi rekstrarafkomu eftir fyrstu sex mánuði næsta árs.

4. Samningur við Vatnaskil ehf. um vinnslueftirlit HS:  Stjórn samþykkir þá tillögu hitaveitustjóra að frá og með 2006 verði borholur bæjarins teknar út til skiptis ár hvert.   Stöðugt ástand borhola og vatnsbúskapar veitunnar kalla að svo stöddu ekki á allherjarúttekt á hverju ári.

5. Drög að stefnumörkun nýs aðalskipulags.  Stjórn veitustofnana bendir á að huga þarf að aðstöðu fyrir HS við tilvonandi breytingar á nýtingu Bygggarðareits en tvær borholur veitunnar eru á svæðinu.  Ennfremur telur stjórnin brýnt að haft verði samráð við veitustofnanir við frekari hönnun og gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

6. Lögð voru fram drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar ásamt bréfi félagsmálastjóra.  Stjórnin var í grundvallaratriðum sátt við markmið stefnunnar hvað veitur bæjarins snertir en áskilur sér rétt til að koma við frekari athugsemdum og þá fyrir 15.10 nk.  

7. Endurnýjun á stjórnkerfi HS.  Stjórn fellst á tillögu hitaveitustjóra um endurnýjun stjórnbúnaðar veitunnar sbr. fyrirliggjandi tilboð Rafteikningar hf.  Áætlaður kostnaður við verkið er 1,5 mkr.   

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.00

Jónmundur Guðmarsson
(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?