167. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 20. mars 2025 kl. 08:15.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Gíslason, Bjarni Torfi Álfþórsson, Þór Sigurgeirsson og Svava G. Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármála og Arnar Óli Einarsson, hitaveitustjóri.
Fundarritari: Svava G. Sverrisdóttir
Dagskrá:
1. 2025030123 – Ársreikningar Veitustofnana Seltjarnarness
Sturla Jónsson endurskoðandi mætti á fundinn og kynnti ársreikninga Veitna. Ársreikningar hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu lagðir fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Reikningar samþykktir samhljóða og sendir í rafræna undirritun.
2. 2025030124 – Heimild til lokunar hjá notendum á heitu vatni
Sviðsstjóri fjármála kynnti áætlun um að virkja heimild Veitustofnana Seltjarnarness til lokunar á afhendingu á heitu vatni vegna langvarandi vanskila.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkti lokunarheimild.
Fundi slitið kl. 10:15.