164. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 10. desember 2024 kl. 08:15.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Þór Sigurgeirsson. Fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar, Svava G. Sverrisdóttir, sat fundinn undir 1. dagskrárlið.
Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.
Dagskrá:
1. 2024110157 - Fjárhagsáætlun 2025
Svava kynnti fjárhagsáætlun veitustofnana 2025. Farið yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar 2025.
Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun veitustofnana 2025 samþykkt. Stjórn veitustofnana samþykkti 10% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar, með fyrirvara um endurskoðun um mitt ár. Samþykkt að hækka notkunargjald á stórnotendur úr 44,5 kr/m3 í 50 kr/m3.
2. 2024120090 - Bakvaktir hjá veitum Seltjarnarness
Arnar Óli fer yfir uppsetningu bakvakta sem að nauðsynlega þarf aða koma á.
Afgreiðsla: Stjórn felur fjármálastjóra og veitustjóra að útfæra bakvaktir.
3. Viðgerð í Tjarnarbóli 6.10.2024
Upplýsingagjöf vegna nýlegrar bilunar og lokunar.
Afgreiðsla: Málið kynnt fyrir stjórn.