163. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 22. október 2024 kl. 08:15.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Bjarni Torfi Álfþórsson og Þór Sigurgeirsson. Fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar, Svava G. Sverrisdóttir, sat fundinn undir 1. dagskrárlið.
Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.
Dagskrá:
1. 2024110157 - Fjárhagsáætlun veitustofnana 2025 og breytingar á verðskrá.
Arnar Óli og Svava kynntu gerð fjárhagsáætlunar veitustofnana 2025 og fóru yfir breytingatillögur á verðskrá. Fjárhagsáætlun og hækkunarþörf veitustofnana voru ræddar.
Afgreiðsla: Samþykkt var að hækka gjaldskrá hitaveitu um 10% frá og með janúar 2025. Einnig var samþykkt að endurskoða gjaldskrá um mitt ár 2025.
2. 2024110158 - Framkvæmdaáætlun.
Arnar Óli kynnti drög að framkvæmdaráætlun fyrir árin 2025 - 2026. Áætlunin var rædd.
Afgreiðsla: Framkvæmdaáætlun veitustofnana til næstu tveggja ára var rýnd og rædd. Einnig var samþykkt var að útbúa verkskrá sem má endurskoða og forgangsraða reglulega á stjórnarfundum veitustofnana m.t.t. breytinga sem gæti þurft að gera. Samþykkt að hefja kerfisbundna skráningu á eignum m.t.t. aldurs og viðhaldsþarfar. Einnig var samþykkt að veitustjóri, Arnar Óli, hefji formlega verkefnaskráningu sem m.a. taki mið af samþykktri framkvæmdaáætlun hverju sinni.
3. 2024110159 - Viðgerð í Tjarnamýri.
Arnar Óli greindi frá leka sem nýlega kom upp í vatnslögn í Tjarnarmýri. Viðgerð er lokið. Formaður, Svana Helen, bar upp tillögu um að hefja bæði formlega eignaskráningu veitustofnana og verkefnaskráningu. Margt hefur verið skráð en heildstætt yfirlit vantar. Stjórn veitustofnana verði gerð grein fyrir stöðu skráningar og verkefna á hverjum stjórnarfundi hér eftir.
Afgreiðsla: Farið var yfir orsakir og umfang lekans í Tjarnarmýri. Arnar Óli sýndi myndir og kynnti málið fyrir stjórn. Rætt var um mikilvægi reglulegs fyrirbyggjandi viðhalds á eignum, lögnum og búnaði í eigu og í umsjón veitustofnana.
4. 2024110160 - Endurnýjun á stýrivél og skiljutanki í dælustöð hitaveitu við Lindarbraut 13.
Nýverið urðu mikil tímamót þegar að skipt var um stýrivél í dælustöð hitaveitunnar við Lindarbraut 13. Þá var skiljutankur sem að skilur vatn frá gufu einnig endurnýjaður. Skiljutankurinn er tengdur beint við safntank dælustöðvarinnar.
Afgreiðsla: Arnar Óli kynnti mikilvæga endurnýjun búnaðar í dælustöð hitaveitunnar við Lindarbraut 13 í máli og myndum. Endurnýjun búnaðarins er mikilvæg aðgerð til að auka rekstraröryggi hitaveitu Seltjarnarness.