162. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 22. október 2024 kl. 09:00.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson
Gestur á fundinum var Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar.
Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.
Dagskrá:
1. 2024100138 - Fjárhagstaða veitna.
Arnar Óli fer yfir uppgjör á rekstri fyrir fyrstu átta mánuði ársins.
Afgreiðsla: Fjármálastjóri fór yfir fjárhagstöðu fyrstu 8 mánuði ársins, rekstur er samkvæmt áætlun. Rætt um forsendur rekstraráætlunar fyrir næsta ár sem tekið verður fyrir á næsta. Rætt var um að formfesta forsendur fjárhagsáætlunar milli sveitarfélags og veitustofnana.
2. 2024100139 - Endurvirkjun á borholu 4.
Möguleikar á að endurvirkja og nýta borholu 4. Það sem gera þarf.
Afgreiðsla: Ákveðið að fara í prófanir á borholu 4.
3. Endurnýjun á búnaði fyrir kaldavatnsinntak bæjarins.
Það þarf að endurhanna og smíða kaldavatnsinntakið fyrir bæinn. Kaupa þarf flæðimæla og þjónustu til þess að hægt sé að fylgjast betur með flæði vatnsins. Með þessu er unnt að hafa nauðsynlegt eftirlit með því að bærinn fái það vatn sem greitt er fyrir.
Afgreiðsla: Ákveðið að skipta út og uppfæra rennslismælum í núllinu á Eiðistorgi.
4. Staða á dælustöðvum fráveitunnar.
Farið yfir stöðu búnaðar og fyrirkomulag vöktunar.
Afgreiðsla: Farið yfir stöðu mála í fráveitu. Kynnt verður framkvæmdaáætlun á næsta fundi.
5. Sýnataka retúrvatns.
Komið er að sýnatöku úr borholum hitaveitunnar. Í leiðinni er ætlunin að taka sýni af retúrvatninu til þess að unnt sé að meta betur þörf fyrir síubúnað í retúrvatnsrennsli.
Afgreiðsla: Samþykkt að setja upp síu í samræmi við útkomu á sýnatöku.
Fundi slitið 10:36