Fara í efni

Stjórn veitustofnana

161. fundur 26. júní 2024 kl. 08:15 - 09:30

161. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 08:15.

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson

Gestur á fundinum var Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar.  

Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.

Dagskrá:

1. 2024060086 - Staða á borholu SN-6.

Upptekt á borholu SN-6 er nú lokið. Arnar Óli Einarsson veitustjóri gerir grein fyrir framkvæmdinni. Núverandi tíðnibreytir var ekki nægilega öflugur fyrir nýjan dælu, þurfti að panta nýjan.

Afgreiðsla: Sagt frá kaupum á nýjum tíðnibreyti, veitustjóra falið að skoða afsláttarkjör.

2. 2024060087 - Kaup á varadælu og mótor fyrir allar borholur.

Pöntuð hefur verið varadæla og varamótor í gegnum HD.

Afgreiðsla: Sagt frá kaupum á varabúnaði fyrir hitaveituna og hversu miklu máli sá búnaður skiptir rekstrarlega.

Lagerstaða hitaveitu skoðuð og kannaður möguleiki á inniaðstöðu vegna lagers.

3. 2024060088 - Hitavatnsleysi aðfaranótt 13 júní.

Hitavatnslaust varð aðfaranótt 13. júní. Farið yfir hvað gerðist.

Afgreiðsla: Gerð var grein fyrir því sem gerðist þessa nótt og hvernig koma má í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Kynnt fyrirætlun um viðhaldsstjórakerfi í IGSS kerfiráði.

4. 2024060089 - Staða á tengingu við dælustöð á Eiðisgranda (fráveita).

Gerð grein fyrir stöðu framkvæmdar og þeim ávinningi sem skapast af aðgerðinni, þ.e. lagningu fráveitunnar.

Afgreiðsla: Farið yfir norðurstrandarveitu, stöðu verkefnisins og ávinningi af fráveitunni.

Unnið verði að því að bæta við upplýsingum um yfirfall fráveitu í kortasjá bæjarins.

5. 2024060090 - Fjárhagstaða Veitna

Farið verður yfir fjárhagsstöðu Veitna. Svava G. Sverrisdóttir fjármálastjóri mætir á fundinn.

Afgreiðsla: Svava fór yfir fjárhagsstöðu Veitna og í framhaldi var rætt um viðhalds- og fjárfestingaþörf. Jákvæður viðsnúningur í rekstri Veitna og þá sérstaklega hitaveitu.

Eftir mitt ár verður innheimt mánaðarlega.

 

Fundi slitið kl. 09:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?