Fara í efni

Stjórn veitustofnana

160. fundur 28. maí 2024

160. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 28. maí 2024 kl. 08:15.

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson

Gestir á fundinum voru, Hrefna Kristmundsdóttir, Andri og Eric frá Vatnaskil.

Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.

Dagskrá:

 1. 2024050196 - Kynning í veitustjórn á skýrslu um vinnslueftirlit sem verkfræðistofan Vatnaskil ehf og Hrefna Kristmannsdóttir hafa unnið

Hrefna Krismannsóttir mætti á fundinn undir þessum dafgskrárlið ásamt Andra og Eric frá verkfræðistofunni Vatnaskil og kynnti fyrir fundargestum, skýrslu um vinnslueftirlit hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2023-2024

Afgreiðsla: Skoða þarf aukna virkni núverandi vinnsluholna, það þyrfti að kvarða rennslismælana í borholunum svo að öruggt sé að gögn frá holunum séu rétt. Farið yfir stjörnuoddamælingar í holum SN-01,02,03 og 04, endurupptekið að uppsetning á síubúnaði fyrir retúrkerfið þurfi að fara fram sem fyrst.

2. 2024050197 - Upptekt á borholu SN-6

Upptekt á borholu SN-6 er nú lokið. Arnar Óli Einarsson veitustjóri gerir grein fyrir framkvæmdinni.

Afgreiðsla: Sýndar myndir frá framkvæmd í Borholu SN-06, gömul ónýt fóðring tekin í burtu og ný fóðring komin í staðinn, staða framkvæmda kynnt.

3. 2024030082 - Önnur mál

Önnur mál sem tekin voru fyrir:

Kynnt var staða á tengingu norðurstrandaveitu við skolpdælustöð veitna á Eiðsgranda. Áætlað að verkið klárist í vikunni.

Rætt var um vatnsnotkun á köldu vatni innan Seltjarnarnesbæjar

 

Fundi slitið kl. 9:59

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?