159. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 08:15
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Svavar Gíslason sem er varamaður fyrir Bjarna Torfa Álfþórsson, Þór Sigurgeirsson, Sigurþóra Bergsdóttir.
Gestir á fundinum voru Svava G. Sverrisdóttir fjármálastjóri og Sturla Jónsson frá GrantThornton ehf, endurskoðandi sveitarfélagsins.
Fundarritari: Svava G. Sverrisdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2024030073 - Ársreikningur Veitustofnana Seltjarnarness
Ársreikningur Veitustofnana Seltjarnarnes lagðir fram til samþykktar.
Reikningarnir samþykktir samhljóða og undirritaðir.
2. 2024030081 - Tillaga um greiðslu arðs í Hitaveitu Seltjarnarness vegna ársins 2023.
Lagt er til að greiddur verði 7% arður til eigenda á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023.
Tillagan samþykkt samhljóða.
1. 2024030082 - Önnur mál
Lögð fram tillaga um kaup á tveimur dælum og varamótor í tengslum við viðhald í borholum Hitaveitunnar.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 08:50.