158. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 17:00
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Svavar Gíslason, Þór Sigurgeirsson, Sigurþóra Bergsdóttir.
Gestir á fundinum voru Arnar Óli Einarsson, nýráðinn veitustjóri, Hrefna Kristmannsdóttir ráðgjafi veitunnar, Svava Sverrissdóttir fjármálastjóri og Óskar Ólafur Hauksson og Helgi Gústafsson frá HD ehf.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. Fulltrúar HD mættu á fundinn.
Rætt um hugsanlegan þjónustusamning milli sveitarfélagsins og HD og fleiri mál sem snerta rekstur og rekstraröryggi hitaveitunnar.
Afgreiðsla: Fulltrúar HD ætla að gera tilboð í aukamótor til viðbótar við tilboð i dælu sem þeir hafa þegar gert. Einnig búnaði fyrir holu 4 þar sem eru hugmyndir um að setja niður sambyggða dælu með djúpmótor. Þeir munu einnig senda Þór drög að þjónustusamningi.
Fulltrúar HD véku af fundinum
2. Nýr Veitustjóri kynntur
Arnar Óli Einarsson sem ráðinn hefur verið sem veitustjóri og hefur störf í byrjun apríl sat fundinn og kynnti sig fyrir fundarmönnum.
Afgreiðsla: Arnar Óli Einarsson kynnti sig.
Arnar Óli Einarsson vék af fundinum.
Svava Sverrisdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.
3. Drög að ársreikningi Veitna 2023
Svava Sverrisdóttir fjármálastjóri leggur fram drög að ársreikningi Veitna fyrir árið 2023.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Svava Sverrisdóttir vék af fundinum.
4. Staða á borholum og innviðum.
Nýlega kom í ljós að endurnýja þarf efsta hlutann af fóðringunni í holu 6. Starfsmenn hafa hafið undirbúning að verkinu sem hugmyndin er að setja í gang í apríl. HD hefur gert tilboð í nýja dælu í verkið sem þeir eiga á lager. Hitaveitan á aukamótor sem hægt er að nota með nýju dælunni.
Í holu sex er líklega 20 ára gömul 1500 snúninga dæla en nýja dælan er 3000 snúninga eins og dælur í öðrum holum.
Einnig þarf að skoða hvort að kaupa: aukadælu til að eiga á lager.
Sambyggða dælu með djúpmótor sem setja mætti í holu 4 og fá upp heitt vatn sem er kaldara en það sem almennt kemur úr holum sveitarfélagsins sem er talið jákvætt.
Afgreiðsla: Rætt um skráningu eigna veitna, verðmæti þeirra og mat á viðhaldsþörf.
Lögð fram drög að samkomulagi um vöktun og rekstur fráveitukerfis milli K. Tómassonar, Verkfræðistofunnar Vista ehf og Seltjarnarnesbæjar um vöktun og eftirlit með fráveitukerfi bæjarins. Vaktkerfi er þegar til staðar í dælubrunnum en vöktun hefur verið ábótavant.
5. Fundartími stjórnar
Lagt til að næsti fundur verði 11. mars kl 17.00
Afgreiðsla: Samþykkt.
6. Samningur um Önnur mál
Drög samnings um vöktun og rekstur fráveitukerfis lagður fram.
Afgreiðsla: Bæjarstjóra og sviðstjóra falið að funda með K. Tómassyni og Vista.
Fundi slitið kl. 18:32