157. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 7. desember 2023 kl. 8:00
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sigurþóra Bergsdóttir.
Gestur: Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor emeritus í jarðhitafræðum.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá:
1. 2023110109 – Fjárhagsáætlun Veitna (frá-, vatns- og hitaveitu) fyrir árið 2024
Fjárhagsáætlun fyrir Veitustofnanir Seltjarnarnesbæjar lögð fram til samþykktar.
Þór Sigurgeirsson fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Var hún rædd, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. 2023120040 – Gögn um vatnsvinnslu og hitastig
Hrefna Kristmannsdóttir kom á fundinn og kynnti gögn og nýlegar mælingar um vatnsvinnslu Hitaveitu Seltjarnarness, heildarrennsli og hitastig vinnsluvatnsins.
Hrefna Kristmannsdóttir mætti á fundinn og fór yfir vinnslutölur fyrstu 11 mánuði ársins. Voru þær ræddar og svaraði Hrefna ýmsum spurningum varðandi þær.
3. Önnur mál
Formaður fór yfir starfsumsóknir um nýlega auglýst starf veitustjóra.
Fundi slitið kl. 8:55