Fara í efni

Stjórn veitustofnana

155. fundur 25. október 2023

155. fundur Veitustjórnar Seltjarnarnes veitna haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, miðvikudaginn 25. október, 2023 kl. 08:15

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Jón Helgason, Svana Helen Björnsdóttir; Sigurþóra Bergsdóttir, Garðar Svavar Gíslason.

Gestir fundarins: Jón Þráinsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Sigurgeir Þorleifsson

Fundagerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs

Dagskrá:

1. Staða verkefna og viðhaldslagers.

Jón Helgason starfsmaður veitna gerði grein fyrir stöðu mála og starfsmannahaldi. Eru í Hæðarbraut núna þar sem hefur verið leki. Ákveðið gap skapaðist eftir að Sigurjón verkefnastjóri hætti. Fjallað um auglýsingu eftir nýjum aðila í öðrum lið hér á eftir.
Vantar varadælu. Kostar 7-8.000.000. Þarf að ná borholu 4 í gagnið. Vantar dælu þar líka. Holan gæti virkað sem varahola og hitastigið í henni er lágt sem hentar kerfinu vel. Síendurteknir lekar eru vandamál. Rætt um aðferðir til að finna leka.
Tími kominn á endurnýjun á vængjahurð á Lindarbraut 13.
Rætt um möguleika á sandsíum á holurnar og núverandi skolunarkerfi. Dæmi um að það vanti aðskilda loka á holur.

2. Sigurgeir Þorleifsson frá Verkís fer yfir stjórnkerfi Hitaveitu.

Líftími stýrikerfisins er að verða liðinn. Stýri-iðntölvan á Lindarbraut er orðin úrelt, kostar ca. 2.000.000.- að endurnýja hana. Þyrfti að endurræsa á Lindarbraut til að prófa kerfið.

Ákveðið að Sigurgeir myndi senda tilboð í nýtt kerfi og aðra hluti sem liggur á að laga, að hans mati.

3. Hrefna Kristmannsdóttir fer yfir rannsóknir sínar á vatni og búnaði.

Hún kynnti hitaveitusvæðið og fór yfir vinnsluna í fyrra. Hún leggur til prufudælingu úr holu 4 áður en farið er í fjárfestingu í varanlegum dælubúnaði. Brýnt að endurvekja hana að hennar mati.
Þarf að fá upplýsingar um áætlað rúmmál nýrra/áætlaðra húsa í Bygggörðum.
Það var gerð rannsókn með myndun í holu 17 sem kostaði um 1,500.000 sem er til þess fallin að skilja jarðhitakerfið betur.
Væri skynsamlegt að setja „setgildrur“ í hverja holu. Þetta er í holu 4.
Hægt að setja sandgildrur niðri í holum.
Liggur á að setja bakrásarsíu og koma i veg fyrir kælingu á bakrásar vatninu.

4. Auglýsing um starf Veitustjóraa

Lögð fram til samþykktar og hún samþykkt.

5. Drög fjárhagsáætlunar lögð fram.

Svana lagði fram drög að fjárhagsáætlun. Óhagstæður munur á áætlun og sölu.

6. Verðskrá Veitna 2024.

Ákvörðun um gjaldskrá frestað. Ákveðið að halda aukafund.

7. Síu lausnir.

Frestað

 

Fundi slitið klukkan 10:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?