Fara í efni

Stjórn veitustofnana

152. fundur 14. desember 2022

152. fundur stjórnar veitustofnanna Seltjarnarness haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 14. desember 2022 kl. 8:30.

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Örn V Skúlason, Guðmundur J Helgason, Bjarni T Álfþórsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri Skipulags- og umferðarsviðs.

Fundargerð ritaði: Þór Sigurgeirsson

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Veitna (frá-, vatns- og hitaveitu) fyrir árið 2023

 Formaður kynnti forsendur áætlunar fyrir árið 2023 og eru þær:

  • Fráveitugjald verði 0,1425% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
  • Vatnsgjald verði 0,0855% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. g/2001.
  • Í ljósi fjárfestinga Hitaveitu Seltjarnarness síðustu ár er gert ráð fyrir 15% verðhækkun, þar af er verðbólga 9,3%. 

Fjárhagsáætlun Veitna þ.e. Hitaveitu, Fráveitu og Vatnsveitu Seltjarnarness er samþykkt samhljóða.

2. Önnur mál

a) Sviðsstjóri skipulags- og umferðarsviðs fór yfir stöðu mála Veitna.

b) Fundartímar stjórnar Veitna
Samþykkt var að setja niður fasta fundartíma.

b) Upplýsingabæklingur Veitna
Samþykkt var að uppfæra upplýsingabækling Veitna fyrir íbúa.

 

Fundi slitið kl. 09:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?