151. fundur veitustjórnar Seltjarnarnes veitna haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 14. júlí, 2022 kl. 08:15
Nefndarmenn:
Þór Sigurgeirsson, formaður
Svana Helen Björnsdóttir, aðalmaður
Guðmundur Jón Helgason, aðalmaður
Bjarni Torfi Álfþórsson, aðalmaður
Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður
Starfsmenn:
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá:
1. 2022060067 - Bakkavör 42 - Vatnstjón
Lagður fram tölvupóstur frá íbúum í Bakkavör 42 þar sem óskað er eftir því að veitur Seltjarnarness viðurkenni bótaábyrgð á tjóni sem orðið hefur á lóðinni vegna vatnsleka.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram með íbúum og tryggingafélagi.
2. 2022050308 - Bakkavör 22 - tjón
Lagður fram tölvupóstur frá íbúa Bakkavarar 22 þar sem óskað er eftir þátttöku í viðgerðarkostnaði á lagnakerfi hússins vegna tjóns á kaldavatnsheimæð.
Stjórn veitna Seltjarnarnesbæjar viðurkennir ekki bótaábyrgð með vísan í 13. gr. reglugerðar nr. 237/2011 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
3. Önnur mál
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir stöðu mála og verkefnin framundan.
Fundi slitið kl. 09:26