Fara í efni

Stjórn veitustofnana

06. apríl 2022

150. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 16:00 á bæjarskrifstofum.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg og Garðar Gíslason sem var á fjarfundi.

Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri, Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, Anton Sigurðsson starfsmaður veitna og Jón Þráinsson starfsmaður veitna.

Gestur fundarins undir lið nr. 2 var Hrefna Kristmannsdóttir jarðefnafræðingur.


Dagskrá:

1. Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2021.

Ásgerður Halldórsdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir rekstri veitna fyrir árið 2021, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2021 var samþykktur með 4 atkvæðum og 1 á móti.


2. Málsnúmer 2022040010 Vinnslueftirlit 2021-2022.

Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður vinnslueftirlits með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi fyrir árið 2021 og áhrif vinnslunnar á jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi. Almenn niðurstaða er að ástand jarðhitasvæðisins er í jafnvægi.


3. Önnur mál.

Formaður stjórnar þakkar stjórn og starfsmönnum ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.


Fundi slitið kl.17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?