149. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 16:00 á bæjarskrifstofum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Friðrik Friðriksson, Magnús Dalberg og Garðar Gíslason.
Einnig sat fundinn Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri.
Dagskrá:
1. Framkvæmdir í vor og sumar:
Brynjar Þór fór yfir helstu verkefni sem búið er að vera að vinna að og verða unnin í vor og sumar.
• Hitaveita
Brynjar Þór sagði frá byggingu borholuhúss við SN-17 búið er að steypa plötu og verður húsið sett á grunninn í apríl.
Nýjar háhitalagnir frá borholum 4, 5 6, 12 og 17 eru nú í vinnslu áætluð verklok maí 2022.
Nýtt hús fyrir borhola 5 verður sett upp í vor.
• Fráveita
Þrýstilögn frá Skerjabraut 1-3 verður sett upp í sumar. Áfram verður unnið að þrýstilögninni við Norðurströnd.
Fundi slitið kl.16:30