Fara í efni

Stjórn veitustofnana

25. nóvember 2021

148. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 16:00 á bæjarskrifstofum.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Friðrik Friðriksson, Magnús Dalberg og Garðar Gíslason.

Einnig sat fundinn Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Dagskrá:

Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum til að minnast Jóns Hilmars Björnssonar fv. hitaveitustjóra til margra ára, sem lést í fyrradag. Veitustjórn sendir fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.

  1. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2022.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

    Lagt er til óbreytt fráveitugjald 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Lagt er til óbreytt vatnsgjald 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti.

  2. Framkvæmdir.
    Brynjar Þór sviðstjóri fór yfir framkvæmdir í dag og næstu verkefni í vetur.


Fundi slitið kl.16:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðmundur Jón Helgason (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)

Magnús Dalberg (sign)

Garðar Gíslason (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?