Fara í efni

Stjórn veitustofnana

23. júní 2021

146. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 23. júní 2021 kl. 08:30 á bæjarskrifstofum og Teams.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Friðrik Friðriksson, Magnús Dalberg og Garðar Gíslason. Einnig sat fundinn Einar Már Steingrímsson sviðstjóri, Jón Þráinsson og Anton Sigurðsson starfsmenn veitna.

Mættir á fjarfund: Friðrik Friðriksson.

Gestur á fundinum: Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Vinnslugeta.
    Hrefna, Einar Már og Guðmundur Jón fóru yfir samantekt sem tekin var saman þar sem skilgreind var afkastageta á öllum virkum borholum m.v. hámarksþörf næsta vetur og á komandi árum. Settar voru upp sviðsmyndir fyrir mismunandi lausnir, þær kostnaðarmetnar og áhætta þeirra skoðuð. Lagt er til eftirfarandi:
  • Fara í nauðsynlegar aðgerðir varðandi holu 5, 6 og 12 eins og fram koma í skýrslunni.

  • Verði hægt að setja nýja dælu í holu 4 til að nota vinnsluna áfram m.v. 10 L/s verður minni dælan tekin.

  • Ný borhola SN-4 svæðinu.

    Einar Már og Hrefna fóru yfir kosti og galla að bora nýja holu núna eða fresta um 2-3 ár. Veitustjórn telur skynsamlegt að fara í þá framkvæmd núna í sumar m.v. forsendur í skýrslunni og að framkvæmd raski sem minnst fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum á svæðinu. Veistustjórn leggur til að Hitaveitan taki 350mkr lán til 20 ára til að fjármagna þær framkvæmdir sem fara þarf í næstu ár tvö ár, Samhliða því verði gerð gjaldskrá breyting frá 1. september 2021 þar sem gert er ráð fyrir hækkun á gjaldskrá um 11% til að standa straum á þeim framkvæmdum sem farið verður í.

    Veitustjorn staðfestir tillögu. Magnús Dalberg greiðir atkvæði á móti lántöku og breytingu á gjaldskrá.


Fundi slitið kl.9:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðmundur Jón Helgason (sign)
Friðrik Friðriksson (sign)
Magnús Dalberg (sign)
Garðar Gíslason (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?