Fara í efni

Stjórn veitustofnana

02. nóvember 2020

141. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2020 kl. 16:00.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig sat fundinn Einar Már Steingrímsson, sviðstjóri.

Undir lið nr.1, sat einnig Einar Kristján Stefánsson frá VSÓ.

Dagskrá:

  1. Fráveitukerfi bæjarins.
    Einar Kristján Stefánsson verkfræðingur frá VSÓ fór yfir skýrslu þar sem gerð var grein fyrir núverandi stöðu fráveitumála bæjarins. Einnig fór hann yfir tillögur að endurbótum og lausunum varðandi endurbætur á fráveitu Seltjarnarness. Farið var yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi um nokkurra ára skeið, auk þeirra endurbóta og nýframkvæmda sem leggjast þar í og nýlagnir vegna stækkunar byggðar við Bygggarða. EKS lagði einnig fram tillögu að framkvæmdaáætlun.

    Formaður lagði til að farið yrði yfir framkvæmdáætlun á næsta fundi stjórnar 11.11.2020.

  2. Framkvæmdir á Bygggarðasvæðinu.
    EMS fór yfir að nú væri búið að hanna lagnir á nýju byggingarsvæði við Bygggarða. Hönnun lagna og gatna liggur nú fyrir. Farið verður í flutning á háhitalögnum sem fyrst.

  3. Framkvæmir í sumar og haust.
    Undirbúningur hefur staðið yfir við hönnun á borholuhúsi við holu nr. 5. Ýmis viðhaldsverkefni við sundlaug. Lekaleit og ýmis smáverk hafa verið fjölmörg í sumar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 16:35.

Næsti fundur boðaður 11.11.2020

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Einar Már Steingrímsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?