140. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 1. september 2020 kl. 16:00.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.
Einnig sat fundinn Einar Már Steingrímsson sviðstjóri skipulags- og umferðarsviðs, Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, Anton Sigurðsson og Jón Þráinsson.
Gestir. undir lið nr. 1 sat Einar Kristján Stefánsson.
Dagskrá:
-
Fráveitu kerfi bæjarins.
Einar Kristján Stefánsson, sérfræðingur frá VSÓ mætti á fund nefndarinnar og fór yfir greiningu á fráveitu bæjarins. Lýsti hann gagnagrunni okkar með mynd sem sýndi sex svæði. Endurskipuleggja þarf svæði 1, dælustöð við Norðurstönd og Lindarbraut. Einnig þarf að auka dæluafköst á svæði 2. Dælustöðvar bæjarins eiga að afkasta fimm földu skolpmagni. Næstu skref er að aftengja óviðkomandi vatn frá fráveitukerfinu og skoða hvar þarf að svera lagnir.
-
Bygggarðar – nýtt lagnakerfi fyrir veitur.
Einar Már fór yfir hvernig hönnun á veitulögnum liggur nú fyrir varðandi nýtt hverfi við Bygggarða.
-
Nýtt borholuhús við holu nr. 5.
Færa þarf úrtakið í holunni, húsið verður sett niður í næsta mánuði, einnig verður dælan og allur stjórnbúnaður endurnýjaður.
-
Framkvæmdir sumarsins.
Anton og Jón fór yfir helstu verkefni sumarsins. Mikið hefur verið um leka nánast einn á viku. Farið er yfir sandgildrur reglulega, það er nánast ekkert um kvartanir núna. Einar Már fór yfir Trello verkefnakerfið sem þjónustumiðstöðin notar í dag. -
Framkvæmdir næstu mánuði.
Einar Már, Jón og Anton fóru yfir helstu þætti s.s. fráveitumálin, Bygggarða og önnur verkefni er tengjast stofnunum bæjarins.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:25.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Einar Már Steingrímsson.