Fara í efni

Stjórn veitustofnana

19. mars 2020

139. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 16:00.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Haldinn var fjarfundur með Microsoft Teams hugbúnaði.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2019.

    Ásgerður Halldórsdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2019, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samþykkt samhljóða.

  2. Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlega vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.12.2019.

    Veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samningin sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um viðhald grunnvatns- og rennslilíkans á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður sem fellur á Seltjarnarnesbæ fyrir árin 2020 og 2021 er 3,9 mkr.

  3. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, eftirlitsskýrsla.

    Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 25.2.2020 varðandi mælingar sjálfvirkra yfirfallsmælinga úr skólpdælustöðvum fráveitu, lagt fram. Fulltrúi frá VSÓ mun mæta á næsta fund nefndarinnar og fara yfir athugun sína. Formaður hefur beðið um frest hjá Heilbrigðiseftirlitinu meðan verið er að skoða málið.

  4. Vinnslueftirlit 2019-2020.
    Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður vinnslueftirlits með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi fyrir árið 2019 og áhrif vinnslunnar á jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi. Almenn niðurstaða er að ástand jarðhitasvæðisins er í jafnvægi ekki sjáanlegar neinar breytingar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:40.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign) og Garðar Gíslason (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?