139. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 16:00.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.
Haldinn var fjarfundur með Microsoft Teams hugbúnaði.
Dagskrá:
-
Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2019.
Ásgerður Halldórsdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2019, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samþykkt samhljóða.
-
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlega vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.12.2019.
Veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samningin sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um viðhald grunnvatns- og rennslilíkans á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður sem fellur á Seltjarnarnesbæ fyrir árin 2020 og 2021 er 3,9 mkr.
-
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, eftirlitsskýrsla.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 25.2.2020 varðandi mælingar sjálfvirkra yfirfallsmælinga úr skólpdælustöðvum fráveitu, lagt fram. Fulltrúi frá VSÓ mun mæta á næsta fund nefndarinnar og fara yfir athugun sína. Formaður hefur beðið um frest hjá Heilbrigðiseftirlitinu meðan verið er að skoða málið.
-
Vinnslueftirlit 2019-2020.
Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður vinnslueftirlits með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi fyrir árið 2019 og áhrif vinnslunnar á jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi. Almenn niðurstaða er að ástand jarðhitasvæðisins er í jafnvægi ekki sjáanlegar neinar breytingar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:40.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign) og Garðar Gíslason (sign).