138. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 16:15.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.
Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson, veitustjóri.
Dagskrá:
-
Fjárhagsáætlun fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu 2020.
Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Lagt er til óbreytt fráveitugjald 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Lagt er til óbreytt vatnsgjald 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Lagt er til eftirfarandi gjaldskrárbreytingu á gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi frá 1. janúar 2020 þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 5%.
3.gr. gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020.
Einingarverð Sala í þéttbýli, húshitun 95,00 kr/m³
Einingarverð Sala í þéttbýli, til snjóbr. 95,00 kr/m³
Einingarverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 95,00 kr/m³
Fast verð A:15mm og stærri 24,00 kr. á dag
Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli. Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga.
5.gr.gjaldskrárinnar, gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020:
Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 238.860,00
Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ er kr.288,00 pr. m³
Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr.192,00 pr. m³
1 rennslismælir á grind kostar kr. 76.206,00
Hækkun gjaldskrár er til að mæta kostnaði við breytingu á háhitalögnum og stofnlögum bæjarins.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti MD.
Gjaldskrárbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti, MD.
Tengigjald fráveitu.
Stjórn samþykkir að innheimt verði stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Tengigjald skal nema kr. 236.250.- formanni stjórnar falið að breyta reglugerð fráveitu/veitustofnana bæjarins í samræmi við að Seltjarnarnesbær hafi heimild að innheimta stofngjald vegna teningar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Gjaldskrárbreyting samþykkt með fimm atkvæðum. -
Núverandi framkvæmdir.
Gísli fór yfir verkefni veitna næstu mánuði.
-
Vinnslumat á óskilgreindu magni.
Gísli fór yfir minnisblað um vinnslumat sl. fimm ára.
-
Samþykkt fyrir fráveitu.
Stjórn samþykkir ný drög að samþykkt fyrir fráveitu fyrir Seltjarnarnesbæ þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. Ný samþykkt, samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2019100259 Umhverfisstofnun
GH átti fund með Umhverfisstofnun 27.11.2019 þar sem farið var í gegnum erindi þeirra varðandi dælustöðvar á nesinu. Hann hitti fulltrúa stofnunarinnar og sýndi þeim stöðvarnar og fór í gegnum ferlið hjá fráveitunni. GH mun vinna þetta áfram í samstarfi við Umhverfisstofnun og kynna á næsta fundi.
-
Önnur mál.
MD óskar eftir yfirliti yfir allar greiðslur úr veitunum yfir í bæjarsjóð sem eru án kostnaðar fyrir bæjarsjóð t.d. leiga vatnsréttinda, þátttaka í þjónustu á vegum bæjarins, arður og fl. Einnig leggur MD áherslu á að tilkynning fari strax út til íbúa ef fráveita fer á yfirfall vegna bilunar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:30 og óskaði formaður nefndarmönnum gleðilegra jóla.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Gísli Hermannsson (sign).