Fara í efni

Stjórn veitustofnana

30. september 2019

137. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 30. september 2019 kl. 16:15.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason. Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri.

Undir lið 1 sat Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóra.

Dagskrá:

  1. Innheimtuferli hitaveitunnar.
    Veitustjórn gerð grein fyrir ferlinu. Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri fór yfir ferlið við innheimtu og álestur hjá Hitaveitunni. Einnig sýndi hann stjórn möguleikana í ,,Mínar síður“. Úrbætur hafa verið gerðar á verkferlum vegna álesturs og innheimtu.
  2. Framkvæmdir ársins.
    Gísli Hermannson veitustjóri fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi og væntanlegar framkvæmdir í vetur.
    a.      Dælustöð 12 – dæla tekin upp og endurnýjuð. Vinna við stofnlagnir frá Lindarbraut að Bygggörðum í gangi.
    b.      Hitalögn verður sett í göngustíg frá Lindabraut að Sævargörðum.
  3. Nýtt borholuhús fyrir holu fimm.
    Veitustjóri fór yfir tilboð sem fyrir liggur varðandi nýtt borholuhús fyrir holu fimm. Stjórn samþykkir að fela veitustjóra að taka tilboðinu og vinna áfram með málið.
    Fundi slitið kl. 17:40

    Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Gísli Hermannsson (sign). 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?