Fara í efni

Stjórn veitustofnana

19. nóvember 2018

132. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 16:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg og Friðrik Friðriksson.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2019.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Fráveitugjald
    Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar. Fráveitugjaldið er 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Vatnsgjald
    Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Heitt vatn
    Eftirfarandi gjaldskrárbreyting lögð fram og tekur gildi 1. janúar 2019 þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 5,81%.

    3.gr. gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2019.
    Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Grunnur
    Einingarverð Sala í þéttbýli, húshitun 91,00 1,82 kr/m³
    Einingarverð Sala í þéttbýli, til snjóbr. 91,00 1,82 kr/m³
    Einingarverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 91,00 1,82 kr/m³

    Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Grunnur
    Fast verð A:15mm og stærri 23,00 0,47 kr. á dag

    Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli. Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga.

    5.gr.gjaldskrárinnar, gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2019:
    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 227.486,00
    Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ er kr. 274,00 pr. m³
    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr.183,00 pr. m³
    1 rennslismælir á grind kostar kr. 72.577,00
    Hækkun gjaldskrár er til að mæta kostnaði við breytingu á háhitalögnum og stofnlögum bæjarins.
    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með þremur atkvæðum, einn á móti MD.
    Gjaldskrárbreyting samþykkt með þremur atkvæðum, einn á móti, MD.
  2. Tengigjald fráveitu.
    Stjórn samþykkir að innheimt verði stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Tengigjald skal nema kr. 225.000.- formanni stjórnar falið að breyta reglugerð fráveitu/veitustofnana bæjarins í samræmi við að Seltjarnarnesbær hafi heimild að innheimta stofngjald vegna teningar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Gjaldskrárbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum.
  3. Núverandi framkvæmdir.
    Gísli fór yfir verkefni haustsins. Einnig fór hann yfir tilraunaborgun á vestursvæðinu, búið er að bora aðra holuna af tveimur. Einnig er nú komið í gang verkefnið að setja nýjar stofnlagnir frá Lindarbraut inn á Bygggarðasvæðið.
  4. Raforkuframleiðsla úr sjóðandi lághita.
    Gísli sagði frá fundi sem hann og formaður sátu í liðinni viku með Varmaorku, Eflu ehf. og Hrefnu Kristmannsdóttur varðandi þann möguleika að framleiða raforku úr sjóðandi lághita eins og er hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Gísla falið að skoða málið áfram.

Fundi slitið kl. 17:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign) og Gísli Hermannsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?