Fara í efni

Stjórn veitustofnana

17. september 2018

131. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 17. september 2018 kl. 16:15 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Friðrik Friðriksson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn: Gísli Hermannsson veitustjóri.

Formaður upplýsti að Rán Ólafsdóttir hafi óskað eftir að taka ekki sæti í nefndinni.

Dagskrá:

  1. Framkvæmdir á þessu ári.
    Veitustjóri fór yfir framkvæmdir hjá veitum í vor og sumar. Mikið hefur verið um viðgerðir vegna leka í stofnlögnum. Framkvæmdir hafa verið undanfarna mánuði varðandi nýtt hjúkrunarheimili og stækkun á íþróttamiðstöð.

  2. Framkvæmdir í haust og vetur.
    Veitustjóri fór yfir framkvæmdir haustsins m.a. lagningu heimtauga vegna kennslustofa við Ráðhúsreit. Einnig verður farið í að ljúka við nýjar stofnalagnir frá Lindarbraut út að Bygggörðum og lagðar stofnlagnir fyrir nýtt byggingarsvæði við Bygggarða.

  3. Tilraunaborholur framhald af verkefni frá 2016.
    Veitustjóri upplýsti um borun tveggja tilraunarborhola í framhaldi af verkefni sem farið var af stað með árið 2016. Borað er niður á 150 m.

  4. Önnur mál.

    Endurnýjað verður tölvukerfi í stýrikerfi hitaveitunnar, en gamla kerfið er frá 2009.

    Fyrirhugað er að koma fyrir veðurstöð á dælustöðinni við Lindarbraut til upplýsinga fyrir vinnslukerfið.

    Almennt viðhald á dælum stendur yfir búið er að taka upp dælu tvö og stærri dæla sett niður í staðin.

Fundi slitið kl. 17:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson sviðstjóri (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?