Fara í efni

Stjórn veitustofnana

06. mars 2018

129. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 16:30 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg og Axel Kristinsson.

Lýður Þór Þorgeirsson, boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Undir lið nr. 1 og 2, sat Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Vinnslueftirlit 2017

    Hrefna Kristmannsdóttir afhenti skýrslu um vinnslueftirlit ársins 2017-2018. Einnig fór hún yfir niðurstöður eftirlitsins. Megin niðurstöður vinnslueftirlitsins eru þær að vinnsla minnkaði milli ára. –Jókst í SN-05, en stóð í stað í SN-06 og SN-12. Ekkert unnið úr SN-04. Almennt er vinnslan ekki mikil áraun á jarðhitakerfið. Lagt er til að koma á sjálfvirkri mælingu á vatnsborði í vinnsluholunum, ásamt sjálfvirkum útslætti við lágt vatnsborð. Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitakerfinu frá efnafræði vatnsins. Formaður þakkar HK fyrir góða kynningu og greinargóða skýrslu.

  2. Mengun í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu
    Í ljósi þeirrar mengunar sem greindist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu lét veitustjóri gera aukamælingar á vatninu í samráði við heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvæðis. Niðurstaða þótti ekki gefa tilefni til frekari aðgerða.

  3. Framkvæmdir í vetur.

    Gísli kynnti núverandi verkefni. Í vetur hefur verið unnið að hefðbundnum viðhaldsverkefnum, ásamt lekaleit og frágangi heimtauga. Bakrennsli frá gervigrasvelli og sundlaug hefur verið tengt inn á kerfið. Ákveðið að mæla titring í holu nr. 6, er í vinnslu. Skoða þarf dælur í holum hvort skipta eigi út til að samræma og einfalda viðhald. Fráveitan við Suðurströnd verður einnig skoðuð í vetur, með tilliti til endurbóta í skoðun. Bakrennsli frá sundlaug verður tengt inn á kerfið á næstu vikum.

  4. Framkvæmdir í sumar og næstu mánuði.

    Gísli fór yfir framkvæmdir vegna heimæða og lagnabreytinga við stækkun á íþróttamiðstöð. Einnig verður haldið áfram að klára lagningu stofnlagna og háhitalagna frá Lindarbraut að Bygggörðum. Skoða nýtt hús yfir borholu SN-05 í samræmi við yfirbyggingu á holu SN-12.

  5. Uppfærð gjaldskrá vatns- og fráveitu.

    Formaður fór yfir uppfærðan gjaldskrártexta varðandi gjaldskrá vatns- og fráveitu. Uppfært var tengigjald fyrir hverja heimæðargrein vatns- og fráveitu. Einnig var textinn uppfærður m.v. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Veitustjórn samþykkir uppfærða gjaldskrá vatns- og fráveitu frá 5. mars 2018.

Fundi slitið kl. 18:00

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Magnús Dalberg (sign.) Axel Kristinsson (sign.) og Gísli Hermannsson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?