Fara í efni

Stjórn veitustofnana

09. nóvember 2017

126. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 16:15 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Magnús Dalberg og Axel Kristinsson.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2018.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

    Fráveitugjald
    Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar. Fráveitugjaldið er hækkað úr 0,14% í 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Vatnsgjald
    Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er lækkað úr 0,10% í 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Heitt vatn
    Eftirfarandi gjaldskrárbreyting lögð fram og tekur gildi 1. desember 2017 þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 5%.

    3.gr. gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. desember 2017.
    Tegund                      Veitusvæði                            Kr.      2% skattur    Grunnur
    Einingaverð                Sala í þéttbýli, húshitun         86,00   1,64                 kr/m³
    Einingarverð               Sala í þéttbýli, til snjóbr.        86,00   1,64                 kr/m³
    Einingarverð               Sala í þéttbýli, til iðnaðar       86,00   1,64                 kr/m³

    Tegund                      Stærð mælis                          Kr.      2% skattur    Grunnur
    Fast verð                    A:15mm og stærri                  22,00               0,42     kr. á dag

    Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum oðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli. Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga.

    5.gr.gjaldksrárinnar, gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla verða sem hér segir og tekur gildi 1. desember 2017:
    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 214.987,00
    Umfframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ er kr. 259,00  pr. m³
    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr.173,00  pr. m³
    1 rennslismælir á grind kostar kr. 68.589,00
    Hækkun gjaldskrár er til að mæta kostnaði við breytingu á háhitalögnum og stofnlögum bæjarins.
    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti MD.
    Gjaldskrárbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti, MD.
  2. Núverandi framkvæmdir.
    Gísli fór yfir verkefni sumarsins m.a. endurhönnun á Melabrautinni,  endurnýjun á lögnum í götunni, að inntaki húsa. Frágangur stendur nú yfir og hefur verkið tekist mjög vel. Einnig er verið að setja nýjar stofnlagnir við Hjúkrunarheimilið og inn á Bygggarðasvæðið.
  3. Dælustöð við Elliða.
    Stjórnarmenn fóru í sumar og skoðuðu nýja dælustöð við Elliða. Stjórnarmenn lýsa  ánægju sinni með allan frágang og uppbyggingu á stöðinni. Gísli upplýsti að garðyrkjustjóri hefur nú lokið við frágang lóðarinnar.
  4. Verkefni framundan.
    Verið er að skoða pöntun á nýrri dælu í stjórnstöð við Lindarbraut. Skoða þarf dælur í holum hvort skipta eigi út til að samræma og einfalda viðhald. Fráveitan við Suðurströnd verður einnig skoðuð í vetur, með tilliti til endurbóta. Bakrennsli frá  sundlaug verður tengt inn á kerfið fljótlega. Áfram verður unnið að lekaleit.
  5. Önnur mál.
    Hrefna Kristmannsdóttir mætir á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir vinnsluyfirlit hitaveitu.

Fundi slitið kl. 17:35

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson, (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign.) Axel Kristinsson (sign) og Gísli Hermannsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?