124. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 16:15 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson og Magnús Dalberg.
Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.
Dagskrá:
-
Núverandi framkvæmdir.
Gísli fór yfir núverandi verkefni.Vinna við Melabrautina er nú í fullum gangi og búist við að þeim verði lokið í ágúst. Skolpdæla við Norðurströnd var endurnýjuð.
-
Dælustöð við Elliða.
Gísli upplýsti að garðyrkjustjóri væri nú að ganga frá lóðinni kringum dælustöðina. Stjórnarfólk fór í vettvangsskoðun og skoðaði dæluhúsið.
-
Verkefni framundan.
Bakrennsli frá gervigrasvelli og sundlaug verður tengt inn á kerfið fljótlega. Áfram verður unnið að lekaleit. Farið verður í að leggja stofnlagnir að Bygggörðum frá Lindarbraut.
-
Önnur mál.
Ákveðið að mæla titring í holu nr. 6 fyrir næsta fund.
Amenn umræða um öryggismál.
Fundi slitið kl. 17:20
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson, (sign), Guðmundur Jón Helgason og Magnús Dalberg (sign.) og Gísli Hermannsson (sign).