Þátttakendur:
Skólanefnd: Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Þórdís Sigurðardóttir Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Marteinn Már Jóhannesson, Sigfús Grétarsson, og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar grunnskóla. Erlendur Gíslason fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.
Grunnskóli:
Dagskrá:
1. Lögð fram greinargerð um Skólaskjólið. Skólanefnd samþykkir greinargerðina fyrir sitt leyti og vísar erindinu til fjárhags- og launanefndar. Mikilvægt er að samráð við íþróttafélögin og aðra aðila er sjá um tómstundir verði eflt (Fskj. 146-1).
2. Lögð fram tillaga um tilraunaverkefni um skóladagvist fyrir nemendur sem falla undir lög um málefni fatlaðra. Verkefnið er samstarfsverkefni fræðsluyfirvalda og félagsmálaráðs. Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til fjárhags- og launanefndar (Fskj. 146-2).
3. Tilboði frá lægstbjóðanda, Geira ehf, var tekið í mötuneyti Mýrarhúsaskóla (146-3).
4. Fundargerðir byggingarnefndar 10-13 lagðar fram (Fskj. 146-4).
5. Skólaskrifstofa Seltjarnarness, Garðabæjar, Reykjanesbæjar, Mosfellsbæjar, Kennaraháskóla Íslands og Heimili og skóla munu standa sameiginlega að ráðstefnu um stráka í skólum í febrúar 2005.
6. Lagðar fram upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa í Valhúsaskóla. Skólanefndin óskar skólanum til hamingju með frábæran árangur (Fskj. 146-5).
7. Lagðar fram til kynningar niðurstöður í starfsmanna- og foreldrakönnun í Valhúsaskóla frá mars sl (Fskj. 146-6).
8. Lagðar fram og fjallað um upplýsingar um skólastarf eftir að samræmdum prófum lýkur og skipulag á vordögum almennt í Valhúsaskóla (Fskj. 146-7). Ennfremur voru lagðar fram upplýsingar um stöðu liðar 04-212-420. Skólanefnd óskar eftir að fjárhags- og launanefnd taki tillit til þessa við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2004.
9. Skólanefnd ítrekar bókun (sjá bréf til skipulags- og mannvirkjanefndar, dagsett 29. september 2003) vegna umferðarmála á Seltjarnarnesi og óskar eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd verði við beiðni nefndarinnar varðandi úrbætur (Fskj. 146-8).
10. Lögð fram til umsagnar beiðni um styrk frá Skákfélaginu Hróknum. Skólanefnd tekur jákvætt í erindið en vísar því til fjárhags- og launanefndar til afgreiðslu (Fskj. 146-9).
11. Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsetet 13. maí um auglýsingar í grunnskólum. Leikskóla- og grunnskólafulltrúa falið að útbúa drög að verklagsreglum (Fskj. 146-10).
12. Skólastjóri Valhúsaskóla gerði grein fyrir að fjölgun nemenda í væntanlegum 8. bekk. Skráðir nemendur eru nú 79, en gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi nemenda í hverri bekkjardeild sé 25. Þessi fjölgun hefur það í för með sér að bekkjardeildir í 8. bekk verða fjórar í stað þriggja eins og gert var ráð fyrir samkvæmt reiknilíkani frá í febrúar sl.
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)