276. (99) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 23. júní 2016, kl. 08:00 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Thelma Sigurbergsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Úttekt á fyrirkomulagi þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ -málsnr. 201605162.
Lagt fram til kynningar. - Skipan starfshóps um spjaldtölvuvæðingu og tölvunotkun í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016050235.
Skólanefnd skipaði starfshóp og samþykkti erindisbréf honum til handa. - Mat á skólastarfi í Grunnskóla Seltjarnarness.
Fræðslustjóri kynnti niðurstöður mats á skólastarfi í Grunnskóla Seltjarnarness.
Skólanefnd óskar stjórnendum og starfsfólki Grunnskóla Seltjarnarness til hamingju með góðan árangur í skólastarfi.
Ólína Thoroddsen, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Garðar Svavar Gíslason viku af fundi kl. 9:05. Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar. - Námskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016060153.
Skólanefnd samþykkir námskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness og lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í gerð námsskrárinnar. - Suzukinám í Tónlistarskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016060062.
Skólanefnd telur ekki fært að verða við beiðni um Suzukinám í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nefndin felur fræðslustjóra að kanna möguleika á samstarfi um Suzukinám við önnur sveitarfélög. - Umsókn um tónlistarnám -málsnr. 2016050234.
Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:45.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Magnús Örn Guðmundsson (sign.)
Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)