Fara í efni

Skólanefnd

18. maí 2016

275. (98) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. maí 2016, kl. 08:00 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Kristinn Ingvarsson, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Thelma Sigurbergsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Úttekt á fyrirkomulagi þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ-málsnr. 201605162.
    Arnar Jónsson og Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafar frá Capacent, kynntu niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ.
  2. Húsnæðismál Skólaskjóls/frístundar -málsnr. 2015040134.
    Baldur Pálsson kynnti hugmyndir um nýja aðstöðu fyrir Skólaskjól/frístund. Skólanefnd fagnar framkomnum tillögum um nýja aðstöðu til handa Skólaskjóli/frístund.
  3. Spjaldtölvuvæðing og tölvukostur í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016050235.
    Lagt fram til kynningar.
    Skólanefnd leggur til að skipaður verði starfshópur um áframhaldandi innleiðingu spjaldtölva og nýtingu tölvukosts í Grunnskóla Seltjarnarness.
  4. Ábending til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna -málsnr. 2016050173.
    Lagt fram til kynningar.

    Þórunn Halldóra Matthíasdóttir vék af fundi kl. 9:20.
  5. Framkvæmdir við gervigrasvöll -málsnr. 2015080340.
    Lagt fram til kynningar.

    Ólína Thoroddsen og Garðar Svavar Gíslason viku af fundi kl. 9:25. Soffía Guðmundsdóttir og Kristinn Ingvarsson komu til fundar.
  6. Erindi frá FSL -Starfsumhverfi leikskólastjórnenda / aðstoðarleikskólastjórar -málsnr. 2016050008.
    Lagt fram til kynningar. Skólanefnd felur fræðslustjóra og leikskólastjóra að svara umræddu erindi f.h. nefndarinnar.

    Soffía Guðmundsdóttir og Kristinn Ingvarsson viku af fundi kl. 9:40.
  7. Umsókn um tónlistarnám -málsnr. 2016050234.
    Skólanefnd felur fræðslustjóra að afla frekari gagna til afgreiðslu málsins.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:50.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?