272. (95) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2015, kl. 08:00 í Leikskóla Seltjarnarness -Sólbrekku.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Thelma Sigurbergsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Fundartími skólanefndar 2016.
Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2016:
27. janúar, 16. mars, 20. apríl, 22. júní, 14. september, 19. október og 30. nóvember. - Þjónusta við grunnskólanema með fjölþættan vanda -málsnr. 2015010007.
Skólanefnd samþykkir framlagðar verklagsreglur. - Nýtt námsmat við lok grunnskóla.
Helga Kristín Gunnarsdóttir gerði grein fyrir innleiðingu á nýju námsmati við lok grunnskóla við Grunnskóla Seltjarnarness. - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016010087.
Lagt fram til kynningar. - Opnunartími Skólaskjóls / frístundar við Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016010081.
Skólanefnd samþykkir tillögur að breyttum opnunartíma Skólaskjóls / frístundar.
Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Garðar Svavar Gíslason,viku af fundi kl. 8:40 og Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar. - Tónlistarskóli Seltjarnarness -forskóli.
Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Seltjarnarness um tilraunaverkefni í forskóla skólaárið 2016-2017.
Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi kl. 8:55 og Soffía Guðmundsdóttir og Sigríður Elsa Oddsdóttir komu til fundar. - Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016010059.
Skólanefnd samþykkir sumarlokun skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um hálfan skipulagsdag f.h. þriðjudaginn 2. ágúst. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar. - Samstarf vegna leikskólabarna á vorönn 2016 -málsnr. 2016010047.
Skólanefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra um samstarf á vorönn 2016.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:10.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Magnús Örn Guðmundsson (sign.)
Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)
Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)
Karl Pétur Jónsson (sign.)