Vinnufundur skólanefndar var haldinn mánudaginn 20. apríl 2015, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Karl Pétur Jónsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fræðslustjóri kynnti úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016 og úthlutunarlíkan. Rætt var um framtíðaruppbyggingu þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 09:15.