Fara í efni

Skólanefnd

04. nóvember 2015

270. (93) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 4. nóvember 2015, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Kristinn Ingvarsson, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2015-2016 -málsnr. 2015100104.
    Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.
  2. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2015-2016 -málsnr. 2015100103.
    Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.
  3. Skólasund í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015100098.
    Skólanefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á tilhögun sundkennslu.
  4. Skólalóðir við Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015100101.
    Lagt fram til kynningar.

    Ólína Thoroddsen, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Garðar Svavar Gíslason viku af fundi kl. 8:20. Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Kristinn Ingvarsson komu til fundar kl. 08:30.
  5. Skólanámskrá Leikskóla Seltjarnarness 2015-2016 -málsnr. 20151000100.
    Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Kristinn Ingvarsson viku af fundi og Karl Pétur Jónsson og Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar kl. 08:40.
  6. Stuðningur við tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags -málsnr. 2015100027.
    Skólanefnd áréttar að stuðningur við tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags rúmast ekki innan núgildandi samþykkta og vísar í ráðstöfun tómstundastyrkja fyrir nemendur frá 6 ára aldri.

    Bókun: Fulltrúar minnihlutans vilja hvetja bæjarráð til að skoða hvort lækka eigi 
    aldursviðmið tómstundastyrkja bæjarins. Börn undir 6 ára eru byrjuð að stunda fjölbreyttar tómstundir og eru þær oft kostnaðarsamar fyrir foreldra.
    Seltjarnarnesbær rekur frammúrskarandi tónlistarskóla og íþróttafélag en staðreyndin er sú að við náum aldrei að bjóða upp á allt það framboð af tómstundum sem stærri sveitarfélög geta boðið upp á og börn á Seltjarnarnesi vilja nýta sér. Tómstundastyrkurinn er okkar leið til að vera samkeppnishæf og koma á móts við kostnað foreldra barna á Seltjarnarnesi án þess að gera upp á milli mismunandi tómstunda.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson fulltrúi Samfylkingar
    Hildigunnur Gunnarsdóttir fulltrúi Neslista
  7. Tónlistarskóli Seltjarnarness -forskóli.
    Kári Húnfjörð Einarsson kynnti hugmyndir um starfsemi forskóla Tónlistarskóla
    Seltjarnarness. Skólanefnd felur skólastjóra frekari útfærslu umræddra hugmynda.
  8. Tónlistarskóli Seltjarnarness -viðbótarnám.
    Kári Húnfjörð Einarsson kynnti hugmyndir um viðbótarnám fyrir hljóðfæranema í
    Tónlistarskóla Seltjarnarness. Skólanefnd felur skólastjóra nánari útfærslu umræddra hugmynda.
  9. Daggæsla í heimahúsum.
    Fræðslustjóri greindi frá viðbótarniðurgreiðslu til foreldra vegna daggæslu í heimahúsum og endurskoðun gjaldskrár við gerð fjárhagsáætlunar og viðræðum við dagforeldra um gerð þjónustusamninga vegna daggæslu í heimahúsum.
  10. Námsvist í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags.
    Fræðslustjóri kynnti skólanefnd fyrirkomulag námsvistar utan lögheimilissveitarfélags og fjöldatölur í því sambandi skólaárið 2015-2016.
    Skólanefnd vísar til bæjarstjórnar að taka gjaldskrármál vegna skólagöngu utan lögheimilissveitarfélags upp á vettvangi SSH.
  11. Starfshópur skólanefndar.
    Skólanefnd frestar umræðu um málið.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:55.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?