Fara í efni

Skólanefnd

11. mars 2015

267. (90) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 11. mars 2015, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Erlingsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla -málsnr. 2014120008.
    Skólanefnd samþykkir tillögurnar með breytingum og vísar málinu til bæjarráðs.
  2. Málefni Leikskóla Seltjarnarness -Niðurstöður könnunar meðal foreldra -málsnr. 2015030024.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun frá fulltrúa foreldraráðs: Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að foreldrar meta starfsfólk leikskólans mikils og hvetja til þess að áfram sé hlúð vel að þeim mannauði sem leikskólinn býr að.
    Skólanefnd tekur undir þessa bókun fulltrúa foreldraráðs og lýsir ánægju sinni með starfsfólk leikskólans.
  3. Rafrænt fréttabréf í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015030025.
    Skólanefnd lýsir ánægju sinni með framtakið og felur stjórnendum Leikskóla Seltjarnarness gerð samstarfssamnings um rafrænt fréttabréf.

    08:45. Kári Húnfjörð Einarsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristín Lárusdóttir og Anna Erlingsdóttir komu til fundar.
  4. Vinnustaðagreining, niðurstöður fyrir stofnanir á fræðslusviði -málsnr. 2015030029.
    Fræðslustjóri kynnti niðurstöður vinnustaðagreiningar fyrir stofnanir á fræðslusviði.
  5. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015030026.
    Lagt fram til kynningar.

    Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi kl. 09:15.
  6. Læsi er lykilatriði, samstarfsverkefni um lestrar- og læsisnám -málsnr. 2015030028.
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristín Lárusdóttir, Anna Erlingsdóttir, Anna Harðardóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir viku af fundi kl. 09:35.
  7. Samstarf SSH um símenntun grunnskólakennara -málsnr. 2015030027.
    Lagt fram til kynningar.
  8. Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði -tilvísun 20140033/521.1.
    Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:55.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?