Fara í efni

Skólanefnd

28. janúar 2015

266. (89) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 28. janúar 2014, kl. 08:00 í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Erlingsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðjón Steinar Þorláksson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Fundartími skólanefndar 2015.
    Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2015: 28. janúar, 11. mars, 22. apríl, 10. júní, 2. september, 21. október og 2. desember.
  2. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015010059.
    Skólanefnd samþykkir sumarlokun skv. tillögu leikskólastjóra og beiðni um hálfan skipulagsdag f.h. þriðjudaginn 4. ágúst. Nefndin felur leikskólastjóra kynningu sumarlokunar.
    Bókun: Fulltrúi foreldra óskar eftir að samþykktin sé gerð með fyrirvara um niðurstöður könnunar á vegum foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness um sumarlokun leikskólans.
  3. Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla -málsnr. 2014120008.
    Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var lagt fram til kynningar. Fræðslustjóri og leikskólastjóri gerðu grein fyrir núverandi samþykktum Seltjarnarnesbæjar um nám með starfi. Skólanefnd felur leikskólastjóra að skoða frekari viðbrögð og leggja fram tillögur til að bregðast við hvatningu sambandsins.
  4. Nýtt útileiksvæði við leikskóladeildina Holt. Fræðslustjóri gerði grein fyrir nýju leiksvæði við leikskóladeildina Holt.
    Bókun¹: Fulltrúi foreldraráðs lagði fram hjálagða bókun um málið.
    Bókun²: Guðmundur Ari Sigurjónsson lagði fram hjálagða bókun um málið.
  5. Samstarf vegna leikskólabarna á vorönn 2015 -málsnr. 2015010061.
    Skólanefnd samþykkir framlag að upphæð kr. 224.000,- til samstarfsins.

    Soffía Guðmundsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir viku af fundi kl. 08:45. Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristín Lárusdóttir og Anna Erlingsdóttir komu til fundar.
  6. Þjónusta við grunnskólanema með fjölþættan vanda -málsnr. 2015010007.
    Drög að verklagsreglum fyrir þjónustu við grunnskólanema með fjölþættan vanda voru lögð fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristín Lárusdóttir og Anna Erlingsdóttir viku af fundi kl. 09:05 og Kári Húnfjörð Einarsson og Guðjón Steinar Þorláksson komu til fundar.
  7. Breytingar á starfsáætlun Tónlistarskóli Seltjarnarness -málsnr. 2015010060.
    Kári Húnfjörð Einarsson kynnti breytingar á starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2014-2015.
    Skólanefnd samþykkir breytingarnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?