Fara í efni

Skólanefnd

19. nóvember 2014

265. (88) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2014, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri í Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Erlingsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Forritunarkennsla og notkun UT í skólastarfi.
    Árdís Ármannsdóttir og Ragnar Þór Pétursson frá Skema kynntu forritunarkennslu og notkun UT í skólastarfi.
    Fulltúrar Skema og Margrét Sigurgeirsdóttir vék af fundi kl. 08:55.
  2. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2014-2015 -málsnr. 2014110018.
    Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2014-2015.
  3. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2014-2015 -málsnr. 2014110017.
    Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2014-2015.
  4. Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir gerði grein fyrir málefnum Skólaskjóls.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar kl. 09:20. Guðlaug Sturlaugsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Kristín Lárusdóttir viku af fundi.
  5. Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2014090066.
    Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2014-2015.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:35.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?