256. (79) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 12. júní 2013, kl. 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Halldór Árnason, Hildigunnur Gunnarsdóttir (kom til fundar kl.12:00), Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Sigurþóra Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Niðurstöður starfsmannakönnunar í Grunnskóla Seltjarnarness.
Guðlaug Sturlaugsdóttir kynnti niðurstöðurnar. - Framkvæmdir við Grunnskóla Seltjarnarness.
Fræðslustjóri kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir.
Anna Harðardóttir kom til fundar kl. 12:35. - Viðmið um samskipti kirkju og skóla -málsnr. 2013060019.
Lagt fram til kynningar.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ólína Thoroddsen, Kristjana Hrafnsdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir viku af fundi kl. 12:40. - Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness 2013-2014
-málsnr. 2013060022.
Skólanefnd samþykkir umsóknirnar með fyrirvara um samþykki fjárhags- og launanefndar. - Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof - skýrsla starfshóps.
-málsnr. 2013060020.
Formaður skólanefndar kynnti tillögur starfshóps.
Anna Harðardóttir vék af fundi kl. 13:10. - Endurskoðað erindisbréf skólanefndar -málsnr. 2013010037.
Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðu endisbréfi fyrir nefndina.
Halldór Árnason vék af fundi kl. 13:20.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 13:25.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Davíð Birgisson Scheving (sign)
Erlendur Magnússon (sign)
Halldór Árnason (sign)
Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)