Fara í efni

Skólanefnd

23. janúar 2013

253. (76) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 23. janúar 2013, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Breyting á skóladagatali Grunnskóla Seltjarnarness til samræmis við samþykkta breytingu á skóladagatali Leikskóla Seltjarnarness.
    Skólanefnd samþykkir breytingu á Skóladagatali Grunnskóla Seltjarnarness og felur fræðslustjóra að kynna breytinguna.
  2. Aðgengi og notkun samskiptamiðla í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Skólastjóri gerði grein fyrir stjórnun aðgengis og notkun nemenda á samskiptamiðlum.
  3. Námsleyfi skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness.
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir og Kristjana Hrafnsdóttir viku af fundi og Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Inga Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar kl. 8:20.
  4. Öryggismál á leikskólalóð Leikskóla Seltjarnarness -2013010059
    Fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness bað um eftirfarandi yrði fært til bókar:
    „Foreldraráði leikskólans var synjað beiðni um að tveir fulltrúar þess sitji fundinn.“
    Erindi frá foreldraráði lagt fram til kynningar. Skólanefnd felur fræðslustjóra, leikskólastjóra fulltrúa starfsfólks leikskólans og fulltrúa foreldraráðs eftirfylgni við erindið.
  5. Innritunarreglur í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2013010045
    Skólanefnd samþykkir innritunarreglurnar.
  6. Beiðni um sérfræðiaðstoð v. barn í LS -málsnr. 2012070034
    Skólanefnd samþykkir beiðnina með fyrirvara um samþykki fjárhags- og launanefndar.
  7. Umsókn um starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi -málsnr. 2013010034
    Skólanefnd samþykkir útgáfu leyfis að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um starfsleyfi dagforeldra.

    Hildigunnur Gunnarsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Inga Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir viku af fundi kl. 9:10.
  8. Vinnustaðagreining -kynning á niðurstöðum fyrir stofnanir á fræðslusviði.
    Kynningu frestað til næsta fundar.
  9. Rekstrarkostnaður í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Fræðslustjóri kynnti rekstrarkostnað í Grunnskóla Seltjarnarness.
  10. NKG –ósk um framlag í formi hvatningar og styrks. -málsnr. 2013010044
    Skólanefnd vísar erindinu til skólans og styður verkefnið háð þátttöku hans.
  11. Fundartími skólanefndar 2013.
    Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2013:
    23. janúar, 13. mars, 24. apríl, 15. maí, 12. júní, 4. september, 16. október og 20. nóvember.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:45.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?